Laxaréttur 3

Lax á ananasbeði Innihald:

  •  2 laxaflök
  •  2 dósir af ananas
  •  1/4 bolli smjör
  •  1/3 bolli hunang
  •  4 stórir hvítlauksgeirar, kramdir
  •  2 teskeiðar af ferskum sítrónusafa
  •  Fersk steinselja, skorin
  •  Salt og pipar

 Leiðbeiningar:

 1. Hita ofninn í 200°C

 2. Bræða smjörið á lítilli pönnu á lágum hita. Bæta við hunangi, hvítlauk og sítrónusafa. Hræra þar til allt er bráðnað saman. Bæta þá við steinseljunni og setjið sósuna til hliðar.

 3. Klippa til búta af álpappír. Setja eina dós af ananas á hvorn bútinn og piprið. Leggið laxaflötinn á sitt hvora hrúguna og hellið sósunni yfir. Saltið og piprið og setjið restina af steinseljunni yfir.

 4. Pakkið laxinum nú inn í álpappírinn og skellið inn í ofn á plötu og bakið í 10-15 mínútur.


Laxaréttur 2

Laxaréttur 2

 

Innihald:

Lax

Sýróp

Möndluflögur

Sesamfræ

Chia fræ

 

 

Stundum þarf bara að hreinsa úr skápunum. Laxastykkið var búið að vera aðeins of lengi í frystinum og ég átti rest af hlynsýrópi og möndluflögum upp í skáp og ákvað bara að prófa að blanda þessu saman. Svo bætti ég við smá sesamfræjum og chiafræjum fyrst ég átti svoleiðis. Þetta fór svo allt inn í of í eldföstumóti á 180°C í 20-30 mínútur og var bara ekkert svo slæmt :)


Krabbakökur í forrétt

Krabbakökur

Innihald:

Krabbakjöt

2-3 skeiðar Majones

Salt og pipar

2 hvítlauksrif

Graslaukur

Tartalettur

...og bara öllu blandað saman :)


Eggjahræra

EggjahræraInnihald:

3-4 Egg

Salt & svartur pipar

Önnur krydd eftir smekk

Pepperoni

Brauðteningar

Smá ostur

Saxað grænmeti

Ég byrja á því að brjóta eggin og setja í skál, bæta salti, pipar og öðru kryddi út í og hræra vel saman. Svo saxa ég grænmetið, t.d. Sveppi, Tómat, Papriku og Spírur. Kveiki á hellunni á meðan og leyfi henni að hita sig aðeins. Svo set ég smá ólífuolíu á pönnu og fyrst eru það sveppirnir, svo eggjahræran og hún látin malla í smá stund áður en allri restinni er bætt út á smátt og smátt á meðan ég hræri fram og til baka. Svo helli ég þessu á disk og bæti í mesta lagi smá tómatsósu út á og borða með bestu lyst!

Eggjahræruframleiðsla

Annars er hægt að hafa svo margt með í svona eggjahræru og ég er bara að byrja að læra á þetta en hlakka til að prufa mig áfram ;)


Límonaði

LímonaðiInnihald:

4 Bollar Vatn

4 Pokar Grænt Te

1/2 Bolli Skorin Fersk Mynta

1/3 Bolli Skorið Ferskt Engifer

1/4 Bolli Agave Sýróp/Dextrosi

1/3 Bolli Ferskur Sítrónusafi

Klakar eftir smekk

 

Fyrst eru 2 bollar af vatni hitaðir að suðu og svo lækkaður hitinn, tepokunum, myntunni, engiferinu og dextrosanum bætt út í og látið malla í u.þ.b. hálftíma. Þá er vatnið síað ofan í könnu, restinni af vatninu bætt við ásamt sítrónusafanum og svo er kannan sett inn í ísskáp og límonaðinu leyft að kólna þar þangað til maður vill gæða sér á því ;)

Making of Límonaði

Þessa uppskrift fann ég í People Style Watch tímaritinu maí 2014.


Syndsamlega góðar súkkulaðikúlur

Þessi uppskrift er úr Fréttablaðinu:

Súkkulaðikúlur1 Bolli hnetusmjör

1/4 Bolli hunang

2/3 Bolli kókosmjöl

1/2 tsk. salt

2 tsk. vanilludropar

1/3 Bolli 70% súkkulaðibitar

Auka súkkulaði (til að hjúpa)

1 tsk. kókosolía

 

Öllu nema auka súkkulaðinu og kókosolíunni er hrært saman og svo er búið til litlar kúlur úr deiginu. Ef það er of blautt er hægt að stinga því inn í ísskáp í smá stund áður. Kúlunum er svo raðað t.d. á disk og skellt inn í frystinn.

Súkkulaði og kókosolía sett í skál og brætt yfir vatnsbaði, látið standa í smá stund. Svo eru kúlurnar teknar út ísskápnum og þeim velt upp úr súkkulaðinu og látnar standa uns súkkulaðið er harðnað.

Kúlurnar eru svo geymdar í frysti á milli þess sem maður stelst í þær ;)

 

 


Pasta a la moi

Þessa bullaði ég nú bara:

Pasta a la moi300-400gr pasta

1 poki af rækjur

1 poki fersk steinselja

Matreiðslurjómi

Parmesan ostur

Rest af hvítvíni

2 hvítlauksrif

Smjörklípa 

Salt 

Fyrst sauð ég pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Sauð þær kannski helst til mikið en ég er ekki orðin nógu sjóuð í því og vil heldur hafa þær smá maukaðar en harðar. Svo skar ég niður hvítlauksrifin og setti þau ásamt smá smjörklípu á pönnu og lét rækjurnar malla í smá stund, bætti svo hvítvíninu út á og lét malla aðeins lengur og loks rjómanum og lét malla aðeins lengur. Pastað fór svo í þessa fínu bleiku skál og ég hellti blöndunni yfir og hrærði. Svo reif ég niður steinseljuna og bætti henni við ásamt parmesan osti num og smá salti og hrærði aftur vel og voilá! Bara nokkuð gott þó ég segji sjálf frá... hefði mátt vera aðeins bragðmeira, hefði ég átt hvítlaukssalt/duft eða eitthvað í þá áttina hefði ég bætt því við en ég geri það bara næst ;)


Einfaldur og góður laxaréttur

Hugmyndin af þessum rétt er komin frá vinkonu minni.

Laxaréttur1 Vænn laxabiti

1 Spergilkálshaus

1 Rauðlaukur

1 Rauð paprika

1 dós Sýrður rjómi

smá Salt

1 poki Rifinn ostur

 

Ég byrja á því að skera laxinn og steikja hann á pönnu. Salta hann smá á meðan á steikingunni stendur. Sker líka niður grænmetið á meðan og steiki það á annarri pönnu. Bæti svo laxinum út í  ásamt sýrða rjómanum (þarf ekki endilega að setja alla dósina). Loks set ég réttinn í fat og hræri rifna ostinum saman við á meðan hann er enn heitur svo hann bráðni vel saman við.

Það er hægt að nota ýmislegt annað grænmeti í þennan rétt og það má einnig krydda laxinn meira, allt eftir smekk hvers og eins :)


Kaffiboost á morgnanna

Ég er ekki mikil kaffidrykkjukona en mér finnst flest annað með kaffibragði gott, kaffi-ís, kaffi-súkkulaði, kaffi-líkjör o.s.frv. og þetta kaffiboost er engin undantekning:

Kaffiboost1 Stór dolla af Vanilluskyri

1 bolli af instant kaffi, kældur

1 skeið af Vanillupróteini

Sett eitt af öðru í blandarann og hrært vel


Kjúklingasalat eftir bestu getu

Ég átti að eiga eina uppskrift af rosalega góðu kjúklingasalati en ég fann hana ekki svo ég bullaði hana bara eftir bestu getu..

KjúklingurInnihald:

1 bakki Kjúklingafillet

Sæt chili sósa

1 poki núðlur

Salat (bónusblanda + spínat)

Salat1/4 gúrka

1 lítil paprika, rauð

1 askja kirsuberjatómatar

1 askja jarðaber

1 lítill rauðlaukur

1 poki cashewhnetur, ósaltaðar

Fyrst er kjúklingurinn skorinn í bita, settur í eldfast mót, sósunni hellt yfir og inn í ofn á 200°C í 40 mínútur. Á meðan er salatið þvegið (ef þess þarf) og rifið niður í skál. Svo er laukurinn, paprikan, gúrkan, tómatarnir og jarðaberin skorin í bita (stærð eftir smekk) og blandað saman við. Því næst eru cashew hneturnar ristaðar á pönnu og bætt saman við. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn eru núðlurnar brytjaðar niður og blandað saman við kjúklinginn og loks er sú blanda sett út í salatið.

Þetta er alveg ljómandi gott og mjög fínt til að taka með í nesti í vinnuna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband