21.5.2013 | 12:21
Pepperoni pizza puffs
Um helgina skellti ég í pepperoni pizza puffs að hætti Rachael Ray.
Það sem þarf í þessar muffins-pizzur er:
- 3/4 bolli hveiti
- 3/4tsk. matarsódi
- 3/4 bolli mjólk
- 1 létthrært egg
- U.þ.b. 1 bolli rifinn ostur
- U.þ.b. 1 bolli af pepperoni (skorið í litla teninga)
- 1/2 bolli pizza sósa
- 2tsk. basilíka (ég notaði meira ;)
Mér fannst þetta svo lítið deig að ég gerði tvöfalda uppskrift og fékk út úr því 30 muffins.
Fyrst er byrjað að hita ofninn í c.a. 190°C. Hveitinu og matarsódanum er fyrst blandað saman í stórri skál og svo er mjólkinni og egginu bætt út í og þetta hrært saman áður en ostinum og pepperoniinu er bætt við. Næst er deigið látið standa í um 10 mínútur. Svo á maður víst að nota svona muffinspönnu en þar sem ég á ekki svoleiðis enn sem komið er þá notaði ég bara stór "old school" muffinsform úr bréfi. Dreifði úr þeim á plötuna. Svo er deiginu skipt jafnt á milli formanna og sett inn í ofn í 20-25 mínútur, eða þar til gylltar og flottar. Loks eru þær bornar fram með pizzasósunni.
Af því að ég notaði muffinsform úr bréfi þá festist botninn við bréfið og ég þurfti að skafa hann frá, sem var nú ekkert mikið mál, en svo geymdi ég nokkrar í kæli þar til daginn eftir og þá losnuðu þær alveg frá bréfinu ef ég dró það bara varlega af og muffinsið var alls ekkert verra upphitað daginn eftir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2013 | 11:43
Eurovision Oreo-ostakaka
Þessa uppskrift sá ég póstaða frá ljufmeti.com inn á Facebook af einum frænda mínum ;) ...og varð bara að prufa!
Eurovisionkvöld með tengdafjölskyldunni var kjörið tækifæri.
Kakan er frekar einföld og fljótleg.
Oreo-ostakaka:
- 1 pakki Royal vanillubúðingur
- 1 bolli mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 2,5 dl rjómi
- 200gr rjómaostur
- 1 bolli flórsykur
- 24-31 oreo kexkökur
Fyrst er þeytt saman búðingsduftinu, mjólkinni og vanilludropunum og það svo sett inn í ísskáp í 5 mínútur eða svo. Næst er flórsykrinum og rjómaostinum hrært saman í annarri skál og því næst er rjóminn þeyttur. Svo er þessu þrennu varlega blandað saman. Þá er kominn tími á að mylja oreokexið, ég setti það bara í KitchenAid-ið. Svo er oreokex mulningurinn og ostakökublandan sett til skiptis í eldfast mót, eins mörg lög og maður kemst upp með. Kakan er svo sett í frysti og geymd þar þangað til 1 & 1/2 klst. áður en það á að bera hana fram.
Svo var bara hámað í sig :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2013 | 16:55
Doritos kjúklingur
Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg.
*c.a. 4 kjúklingabringur
*Ostasósa (mexíkönsk)
*Salsa sósa
*Ostur
*1 poki Doritos snakk (blár)
Kjúklingabringurnar eru kryddaðar, settar í eldfast mót og inn í ofn á 180°C í 40mín. Doritos snakk er mulið og sett í botninn á öðru eldföstu móti. Ofan á það kemur ostasósan, síðan Salsa sósan. Svo eru kjúklingabringurnar skornar í bita og settar þar ofaná og síðast osturinn. Loks er það sett inn í ofn á 200°C í 15-20 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2013 | 20:24
Hnetusmjörshristingur
Varð bara að deila þessu nammi með ykkur:
1 Banani
1 msk. Vanilluprótein
1 msk. Hnetusmjör
Smá Möndlukurl
Möndlumjólk eða önnur mjólk eftir smekk
Öllu skellt saman í blandara í smá stund og Voilá!
Æðislega góður hristingur, svona á maður að verðlauna sig eftir gott hlaup ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2013 | 19:54
Heimatilbúin pizza
Á svona dögum er alveg tilvalið að skella í eina heimatilbúna, það er svo auðvelt að gera svoleiðis og miklu ódýrara en að panta sér. Ég notast alltaf við þessa uppskrift sem ég fékk hjá pabba mínum:
1/2 bréf af þurrgeri
1/2 tsk. salt
2 msk. matarolía
2 og 1/2 dl volgt vatn
Gott er að hefjast handa allavegana klukkutíma áður en maður vill borða. Öllu innihaldinu er hrært saman þangað til deig hefur myndast, en oft þarf að bæta við aðeins meira hveiti eða vatni eftir þörfum. Síðan er degið sett í skál undir viskastykki og látið hefast í 20 mínútur. Þá er að fletja degið út, setja á það sósu og svo allt það sem hugurinn girnist, eða hvað sem er til í ísskápnum ;) ...og svo ost ofan á og inn í ofn á 200°C í c.a. 20 mínútur. Ég fæ venjulega tvær þunnbotna pizzur út úr þessari uppskrift, nú verður notið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 16:01
Sannkallað Beikonfest!
Í gærkveldi hélt kærastinn minn upp á afmælið sitt. Hann og vinir hans eru miklir beikon-unnendur svo ég tók það að mér að vippa upp nokkrum beikonréttum að því tilefni.
1. Beikonvafðar döðlur með osti
Vefja döðlurnar með beikoni og raða í eldfast mót. Setja inn í ofn í smá tíma, eða þangað til beikonið er tilbúið. Á meðan er oststykki skorið í teninga og þeir þræddir upp á tannstöngla, svo þegar döðlurnar eru tilbúnar er þeim bætt á tannstöngulinn og þessu raðað fallega á einhvern bakka.
2. Beikonvafðar pylsur með smjöri og púðursykri
Vefja pylsurnar með beikoni og raða í eldfast mót. Bræða saman smjör og 1 bolla púðursykur í potti og hella yfir pylsurnar í mótinu. Strá svo öðrum bolla af púðursykri einnig yfir og skella inn í ofn á 375°F í 15. mínútur, eða þangað til beikonið er tilbúið. Hafa svo annað hvort sterkt sinnep eða hunangssinnep til að dýfa í.
3. Beikonvafðar tortillur með rjómaosti
Smyrja tortillur með rjómaosti og vefja upp. Skera þær svo í bita og vefja með beikoni. Skella inn í ofn í smá tíma, eða þangað til beikonið er tilbúið.
4. Heitur beikonréttur
Brauð brytjað smátt og sett í botninn á eldföstu móti (stóru eða tveimur). Skinkusneiðar (1pkn.) brytjaðar niður og settar í pott ásamt beikonsmurosti (2pkn.), beikonkurli (1pkn.) og smá rjóma og hitað saman. Því er svo hellt yfir brauðið í mótinu og rifinn ostur settur yfir. Skellt inn í ofn á 180-200°C í 20-30. mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður.
Svo var einnig boðið upp á beikonbugður svona til að toppa þemað ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2013 | 20:42
Pasta með kjúkling, parmaskinku og sólþurrkuðum tómötum
Fékk vatn í munninn um leið og ég sá heitið á þessum rétti á mbl.is.
Uppskriftin er fengin af heimasíðunni vinotek.is
- 600g kjúklingur, skorinn í bita
- 500g Tagliatelle pasta
- 15 sólþurrkaðir tómatar, grófsaxaðir
- 1 tsk. basil
- 3 vænar lúkur af fersku spínati, grófsaxað
- 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- 1 bréf parmaskinka, skorin niður
- 3 dl rjómi
- parmesan ostur, rifinn
Fyrst er pastað soðið. Því næst er smör hitað í potti og kjúklingabitarnir steiktir í honum, pipraðir og saltaðir. Hvítlauknum er svo bætt út í eftir 3-4 mínútur. Þegar kjúklingurinn er nær fulleldaður er sólþurrkuðu tómötunum og parmaskinkunni bætt út í pottinn. Þessu er svo hrært saman og eldað áfram í 1-2 mínútur. Því næst er rjómanum hellt út í og sósan látin malla á vægum hita þar til að hún fer að þykkna. Þá er potturinn tekinn af hellunni og soðna pastanu bætt saman við ásamt basilnum og spínatinu. Svo má pipra réttinn aðeins meira og dreifa rifnum parmesanosti yfir hann. Ég bar þetta svo á borð með hvítlauksbrauði og kristal með smá limesafa út í, mjög góður föstudags-kvöldverður :)
Hlekkur á upprunalegu uppskriftina: http://www.vinotek.is/2013/02/03/pasta-med-kjukling-parmaskinku-og-solthurrkudum-tomotum/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)