Morgunmatur

MorgunmaturÍ vikunni datt mér í hug að prufa að búa til mitt eigið múslí í staðinn fyrir að kaupa það tilbúið út í búð.

Á fimmtudaginn skellti ég mér því í búðina og keypti alls konar múslímat: gróft haframjöl, heslihnetukurl, möndlukurl, kókosflögur, 70% súkkulaðispæni, þurrkuð trönuber, þurrkuð gojiber, hunangsgljáða þurrkaða banana og chiafræ.

Í morgun prufaði ég svo að setja smá af hverju þessu út á jógúrtið mitt og þetta smakkaðist bara mjög vel!

Þetta er nú ekki beint ódýrasta fæðið, en mér finnst þetta gera morgunmatinn aðeins meira spennandi og þ.a.l. er þetta gott svona til tilbreytingar á sunnudagsmorgnum. Það er nefnilega stundum svo erfitt að byrja aftur í hollustunni eftir laugardags-svindlið ;)

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband