8.3.2013 | 21:05
Kjúklingur í kókoshnetusmjörssósu
Í kvöld ákvað ég að elda eitthvað nýtt og spennandi. Ég hafði fundið þessa uppskrift inn á mbl.is sem mér leist svo vel á:
600 g beinlaust kjúklingakjöt skorið í strimla
1 stór púrrulaukur, skorinn í strimla
1 laukur, fínsaxaður
1 rauður chili fínsaxaður
1 dós kókosmjólk
1,5 dl hnetusmjör
1 msk púðursykur
safi úr hálfri sítrónu
1 tsk kjúklingakraftur eða 1 teningur
1 msk panang curry (má sleppa)
væn klípa af chiliflögum
matarolía
salt og pipar
1 pakki asískar eggjanúður
Fyrst er kókosmjólkinni, hnetusmjörinu, púðursykrinum, sítrónusafanum og kjúklingakraftinu blandað saman í pott. Blandan er látin sjóða upp og þá er hitinn lækkaður og hún síðan látið malla á vægum hita á meðan púrrulaukurinn, laukurinn og chili-ið er mýkt upp á pönnu. Því er svo blandað saman við sósuna í pottinum eftir það. Því næst er kjúklingurinn steiktur á pönnu og hann kryddaður með salti, pipar og chiliflögunum. Loks er kjúklinginn færður yfir í pottinn og látinn malla þar í blöndunni á meðan að núðlurnar eru soðnar. Svo eru núðlurnar settar í fat og öllu úr pottinum hellt ofan á.
Ég fór eftir leiðbeiningunum að því undanskildu að ég notaði venjulegar núðlur og sleppti panang curry-inu eins og sagt er að megi gera. Svo vissi ég ekki að chili flögur væri krydd og keypti því chili flögur (snakk) en þær voru bara fínar með ;)
Rétturinn er alls ekki bragðsterkur þrátt fyrir chili-ið heldur ansi ljúffengur. Svo fengum við okkur lífrænt engifergos með og skáluðum fyrir vel heppnuðum rétti!
Hér er hlekkur inn á mbl.is: http://www.mbl.is/smartland/matur/uppskriftir/1576/kjuklingur-i-kokoshnetusmjorssosu/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.