Nú verður bakað...

Það var bara kominn tími á "KitchenAid"-kaup!Kitchen Aid Mig er örugglega búið að langa í svona hrærivél í tvö ár og lét nú loksins verða af því. Ég réttlætti kaupin með því að þetta sé stórafmælisgjöfin mín frá mér (þó það sé rétt rúmur mánuður í afmælið mitt ;).

Í draumum mínum var vélin alltaf eplarauð, en svo var mér bent á að maður verður frekar þreyttur á þeim lit en t.d. klassískum lit eins og hvítum. Ég samþykkti þau rök, fyrst frekar treg til en svo mjög sátt. Hvíti litur tekur sig vel út í eldhúsinu mínu og vélin er þá líka í stíl við "KitchenAid"-blandarann sem ég átti fyrir svo þetta var klárlega góð ákvörðun.

Tryllitækið hefur fengið nafnið "Moby Dick" ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband