16.3.2013 | 20:36
Kjúklingakoddar og fylling
Í kvöld ákvað ég að prufa aftur kjúklingakoddana þeirra Önnu Sjafnar og Madda frá síðunni þeirra nautnaseggir.wordpress.com
Ég byrjaði á því að skera 2 kjúklingabringur í bita. Svo setti ég smá hveiti í eina skál, 2 hrærð egg í aðra og mulið Special K í þá þriðju. Svo dýfði ég hverjum bita fyrst í hveitið, svo eggin og loks Special K áður en ég raðaði þeim á plötu með bökunarpappír og skellti þeim inn í ofn á 250°C í 10 mínútur.
Fyrir nokkrum árum fann ég mjög góða uppskrift af fyllingu á heimasíðu sem kallast thepioneerwoman.com svo að í gærkveldi reif ég niður nokkrar brauðsneiðar í eldfast mót og lét þær þorna yfir nóttina. Svo þegar kjúklingurinn var kominn inn í ofn skar ég niður 3 sellerýstöngla og einn lauk, setti smjör á pönnu og steikti þá. Svo leysti ég einn kjúklingakraft upp í c.a. 4 bollum af heitu vatni og hellti út á pönnuna þegar laukurinn og sellerýið var farið að brúnast aðeins. Svo bætti ég út í blönduna salt, steinselju, basil, tímían og rósmarín. Ég leyfði þessu að malla aðeins saman á pönnunni og hellti þessu svo ofan á þurru brauðmolana í eldfasta mótinu og blandaði því vel saman.
Svo bjó ég til "flotesaus" sem ég keypti í bréfi til að hafa með. Einnig hafði ég hrásalat sem meðlæti og Páskaöl til drykkju og rann þetta allt ósköp ljúflega niður :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.