Parmesankjúklingur á föstudagskvöldi

Í gærkveldi hélt tilraunastarfsemin í eldhúsinu áfram og varð uppskrift af parmesankjúkling sem ég fann inn á mbl.is fyrir valinu að þessu sinni. Í þessa uppskrift þarf:

Parmesankjúklingur

  • 600 g beinlaus kjúklingur
  • 2 laukar
  • 3 msk hvítlaukur
  • 2,5 dl rjómi
  • 150 g parmesan, rifinn
  • 1dl hvítvín
  • 2-3 tsk krydd, t.d. timjan/rósmarín
  • ein lúka söxuð basillauf
  • smjör og olía
  • salt og pipar

Fyrst eru laukarnir fínsaxaðir og kjúklingurinn skorinn í strimla. Svo er smjör og olía hitað saman á pönnu og lauknum skellt út á og hann látinn mýkist og taka á sig smá lit. Þá er hann tekinn af og geymdur en kjúklingnum skellt á pönnuna og hann kryddaður, saltaður og pipraður. Þegar kjúklingurinn er að verða tilbúinn er 1dl hvítvíni hellt út á pönnuna. Svo er kjúklingnum og vökvanum hellt í eldfast mót og laukurinn settur ofan á. Því næst er rjómanum og parmesan ostinum blandað saman og hellt yfir allt hitt áður en mótið er sett inn í ofn á 200°C í 35-40 mínútur. Ég setti svo smá mozarella ost yfir nokkrum mínútum áður en ég tók réttinn út úr ofninum og svo á að setja smá basillauf ofan á en ég setti steinselju og bar réttinn á borð með hvítlauksbrauði.

Rétturinn var bara ágætur, en ég hefði viljað hafa hann aðeins meira creamy og ef ég geri hann aftur á ég örugglega eftir að krydda hann eitthvað öðruvísi og jafnvel bæta einhverju við hann. Hann var hins vegar borðaður með bestu lyst og ekki sakaði að það var svolítið eftir af hvítvíninu ;)

Hér má finna uppskriftina: http://www.vinotek.is/2013/03/07/parmesankjuklingur/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband