Hollustu-Berjamuffins

Þessa uppskrift af berjamuffins fann ég líka inn á heilshugar.com en breytti henni aðeins eftir hentugleika. Hún er í hollari kantinum og ætti því að vera efni í ágætis miðviku-nasl:

1 1/4 bolli hveiti

1 1/4 bolli gróft haframjöl

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1 tsk kanill

2 msk matarolía

1/2 bolli mjólk (almond dream)

1/2 bolli af sætuefni (agave sýróp)

1 egg

1 lúka af bláberjum

BláberjamuffinsFyrst er öllu þurrefninu blandað saman. síðan er hinu blandað út í og loks berjum. Hrært saman í smá stund og passað að efnin blandist vel saman. Svo er deiginu skipt í c.a. 20 muffinsform og sett inn í ofn á 180°C c.a. 15 mínútur.

Múffurnar eru heldur bragðlitlar en alveg ætar. Ég hugsa að ég setji aðeins meira sætuefni næst þegar ég prufa þessa uppskrift, meira af bláberjumog bæti svo jafnvel einhverju öðru við eins og t.d. einhvers konar hnetukurli. Svo er líka hægt að skipta mjólkinni út fyrir jógúrt, t.d. hnetu- og karamellujógúrti. Það verður bara gaman að prufa fleiri útgáfur af þessari uppskrift í framtíðinni ;)

Hér er upprunalega uppskriftin: http://heilshugar.com/?p=496


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband