Pasta með kjúkling, parmaskinku og sólþurrkuðum tómötum

Fékk vatn í munninn um leið og ég sá heitið á þessum rétti á mbl.is.

Uppskriftin er fengin af heimasíðunni vinotek.is

Pasta með kjúklingi, parmaskinku og sólþurrkuðum tómötum

  • 600g kjúklingur, skorinn í bita
  • 500g Tagliatelle pasta
  • 15 sólþurrkaðir tómatar, grófsaxaðir
  • 1 tsk. basil
  • 3 vænar lúkur af fersku spínati, grófsaxað
  • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 bréf parmaskinka, skorin niður
  • 3 dl rjómi
  • parmesan ostur, rifinn

Pasta með k, p og st

 

Fyrst er pastað soðið. Því næst er smör hitað í potti og kjúklingabitarnir steiktir í honum, pipraðir og saltaðir. Hvítlauknum er svo bætt út í eftir 3-4 mínútur. Þegar kjúklingurinn er nær fulleldaður er sólþurrkuðu tómötunum og parmaskinkunni bætt út í pottinn. Þessu er svo hrært saman og eldað áfram í 1-2 mínútur. Því næst er rjómanum hellt út í og sósan látin malla á vægum hita þar til að hún fer að þykkna. Þá er potturinn tekinn af hellunni og soðna pastanu bætt saman við ásamt basilnum og spínatinu. Svo má pipra réttinn aðeins meira og dreifa rifnum parmesanosti yfir hann. Ég bar þetta svo á borð með hvítlauksbrauði og kristal með smá limesafa út í, mjög góður föstudags-kvöldverður :)

Hlekkur á upprunalegu uppskriftina: http://www.vinotek.is/2013/02/03/pasta-med-kjukling-parmaskinku-og-solthurrkudum-tomotum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband