1.5.2013 | 19:54
Heimatilbúin pizza
Á svona dögum er alveg tilvalið að skella í eina heimatilbúna, það er svo auðvelt að gera svoleiðis og miklu ódýrara en að panta sér. Ég notast alltaf við þessa uppskrift sem ég fékk hjá pabba mínum:
1/2 bréf af þurrgeri
1/2 tsk. salt
2 msk. matarolía
2 og 1/2 dl volgt vatn
Gott er að hefjast handa allavegana klukkutíma áður en maður vill borða. Öllu innihaldinu er hrært saman þangað til deig hefur myndast, en oft þarf að bæta við aðeins meira hveiti eða vatni eftir þörfum. Síðan er degið sett í skál undir viskastykki og látið hefast í 20 mínútur. Þá er að fletja degið út, setja á það sósu og svo allt það sem hugurinn girnist, eða hvað sem er til í ísskápnum ;) ...og svo ost ofan á og inn í ofn á 200°C í c.a. 20 mínútur. Ég fæ venjulega tvær þunnbotna pizzur út úr þessari uppskrift, nú verður notið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.