11.5.2013 | 16:55
Doritos kjúklingur
Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg.
*c.a. 4 kjúklingabringur
*Ostasósa (mexíkönsk)
*Salsa sósa
*Ostur
*1 poki Doritos snakk (blár)
Kjúklingabringurnar eru kryddaðar, settar í eldfast mót og inn í ofn á 180°C í 40mín. Doritos snakk er mulið og sett í botninn á öðru eldföstu móti. Ofan á það kemur ostasósan, síðan Salsa sósan. Svo eru kjúklingabringurnar skornar í bita og settar þar ofaná og síðast osturinn. Loks er það sett inn í ofn á 200°C í 15-20 mín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.