19.5.2013 | 11:43
Eurovision Oreo-ostakaka
Þessa uppskrift sá ég póstaða frá ljufmeti.com inn á Facebook af einum frænda mínum ;) ...og varð bara að prufa!
Eurovisionkvöld með tengdafjölskyldunni var kjörið tækifæri.
Kakan er frekar einföld og fljótleg.
Oreo-ostakaka:
- 1 pakki Royal vanillubúðingur
- 1 bolli mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 2,5 dl rjómi
- 200gr rjómaostur
- 1 bolli flórsykur
- 24-31 oreo kexkökur
Fyrst er þeytt saman búðingsduftinu, mjólkinni og vanilludropunum og það svo sett inn í ísskáp í 5 mínútur eða svo. Næst er flórsykrinum og rjómaostinum hrært saman í annarri skál og því næst er rjóminn þeyttur. Svo er þessu þrennu varlega blandað saman. Þá er kominn tími á að mylja oreokexið, ég setti það bara í KitchenAid-ið. Svo er oreokex mulningurinn og ostakökublandan sett til skiptis í eldfast mót, eins mörg lög og maður kemst upp með. Kakan er svo sett í frysti og geymd þar þangað til 1 & 1/2 klst. áður en það á að bera hana fram.
Svo var bara hámað í sig :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.