21.5.2013 | 12:21
Pepperoni pizza puffs
Um helgina skellti ég í pepperoni pizza puffs að hætti Rachael Ray.
Það sem þarf í þessar muffins-pizzur er:
- 3/4 bolli hveiti
- 3/4tsk. matarsódi
- 3/4 bolli mjólk
- 1 létthrært egg
- U.þ.b. 1 bolli rifinn ostur
- U.þ.b. 1 bolli af pepperoni (skorið í litla teninga)
- 1/2 bolli pizza sósa
- 2tsk. basilíka (ég notaði meira ;)
Mér fannst þetta svo lítið deig að ég gerði tvöfalda uppskrift og fékk út úr því 30 muffins.
Fyrst er byrjað að hita ofninn í c.a. 190°C. Hveitinu og matarsódanum er fyrst blandað saman í stórri skál og svo er mjólkinni og egginu bætt út í og þetta hrært saman áður en ostinum og pepperoniinu er bætt við. Næst er deigið látið standa í um 10 mínútur. Svo á maður víst að nota svona muffinspönnu en þar sem ég á ekki svoleiðis enn sem komið er þá notaði ég bara stór "old school" muffinsform úr bréfi. Dreifði úr þeim á plötuna. Svo er deiginu skipt jafnt á milli formanna og sett inn í ofn í 20-25 mínútur, eða þar til gylltar og flottar. Loks eru þær bornar fram með pizzasósunni.
Af því að ég notaði muffinsform úr bréfi þá festist botninn við bréfið og ég þurfti að skafa hann frá, sem var nú ekkert mikið mál, en svo geymdi ég nokkrar í kæli þar til daginn eftir og þá losnuðu þær alveg frá bréfinu ef ég dró það bara varlega af og muffinsið var alls ekkert verra upphitað daginn eftir :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.