2.8.2013 | 14:55
Fylltar kjúklingabringur
4 beinlausar kjúklingabringur
1 piparostur
2 bollar af spínati
2 msk matarolía
1/2 bolli brauðmylsna
Cajun krydd
Salt
Svartur pipar
C.a. 16 Tannstönglar
Fyrst er spínatið skolað, sett í litla skál og kryddað með salti og pipar. Næst er piparosturinn skorinn í 4 hluta og svo hver hluti skorinn í smærri bita. Því næst er brauðmylsnan og Cajun kryddið blandað saman í aðra skál.
Þá eru bringurnar skornar upp og spínatinu og piparostinum troðið inn í þær og þeim svo lokað aftur með tannstönglum. Að lokum eru þær penslaðar með olíunni og brauðmylsnublöndunni sáð yfir. Eftir það eru bringurnar bara tilbúnar á grillið :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.