16.8.2013 | 10:57
Hollustu-Trönuberjamuffins
Þetta er ný útfærsla af uppskriftinni af hollustu-berjamuffinsinu sem ég fann inn á heilshugar.com:
1 1/4 bolli gróft haframjöl
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 tsk kanill
2 msk matarolía
1/2 bolli mjólk (almond dream)
1/2 bolli af sætuefni (agave sýróp)
1 egg
Slatti af trönuberjum
Fyrst er öllu þurrefninu blandað saman. Síðan er hinu blandað út í og loks berjunum. Hrært saman í smá stund og passað að efnin blandist vel saman. Svo er deiginu skipt í c.a. 20 muffinsform og sett inn í ofn á 180°C c.a. 15 mínútur.
Múffurnar eru ekkert verri með trönuberjum. Ég hefði samt mátt setja aðeins meira sætuefni í uppskriftina og ætla að reyna að muna það næst ;)
Hér er upprunalega uppskriftin: http://heilshugar.com/?p=496
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.