Muffins Muffins Muffins

Það er svo gaman að gera muffins. Internetið er uppfullt af uppskriftum af alls kyns muffins, hollum sem óhollum. Ég fer nú sjaldnast nákvæmlega eftir slíkum uppskriftum, mér finnst skemmtilegast að leika mér svolítið með þær. Í fyrradag henti ég í eina slíka uppskrift:

Hnetumuffinsc.a. 450gr heilhveiti

185gr sykur

500gr hnetu- og karamellujógúrt

2 egg

c.a. 6 skvettur af matarolíu

c.a. 3 tsk. af lyftidufti

c.a. 3 tsk. af matarsóda

c.a. 1 og 1/2 tsk. af salti

2 tsk. vanilludropar

1 og 1/2 dl vanilluprótein

slatti af 70% súkkulaðispæni, heslihnetukurli og möndlukurli

Öllu hrært saman og inn í ofn á 175°C í 15-20 mínútur.

Þessar múffur borðaði ég og minn með bestu lyst og ekki voru samstarfskonurnar svekktar heldur þegar ég bauð þeim upp á smakk í vinnunni daginn eftir ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband