22.8.2013 | 21:43
Grænmetissúpa tilraun 1
Ég fór í heimsókn til Maríu vinkonu minnar um daginn og fékk að smakka hjá henni súpu sem hún hafði eldað. Súpan var svo ljómandi fín að ég heimtaði að fá uppskriftina hjá henni svo ég gæti prufað að elda hana sjálf.
1 sæt kartafla
Jafn mikið magn af gulrótum
C.a. 1 laukur
Eitthvað grænmeti til viðbótar t.d. púrrulaukur, chili, paprika, blómkál... Ég setti 2 litlar paprikur og 1 chili
1 dós kókosmjólk
Helling af grænmetiskrafti. Ég setti 4 teninga
Smá salt
...og svo bara einhver indversk krydd. Ég notaði bara alls konar krydd: paprikukrydd, cajunkrydd, chiliflögur, cayenne pipar, svartan pipar, laukduft og hvítlauksduft.
Fyrst flysjaði ég sætu kartöfluna, skar hana í bita og sauð hana. Svo bútaði ég hitt allt niður og bætti í pottinn. Notaði töfrasprota til að mauka það, lét svo malla og bætti kókosmjólkinni við smátt og smátt. Loks kryddaði ég súpuna í drasl og smakkaði af og til. Súpan er fín, hún varð ekki eins góð og hjá Maríu minni, en þetta var líka bara fyrsta tilraun ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.