Eggjahræra

EggjahræraInnihald:

3-4 Egg

Salt & svartur pipar

Önnur krydd eftir smekk

Pepperoni

Brauðteningar

Smá ostur

Saxað grænmeti

Ég byrja á því að brjóta eggin og setja í skál, bæta salti, pipar og öðru kryddi út í og hræra vel saman. Svo saxa ég grænmetið, t.d. Sveppi, Tómat, Papriku og Spírur. Kveiki á hellunni á meðan og leyfi henni að hita sig aðeins. Svo set ég smá ólífuolíu á pönnu og fyrst eru það sveppirnir, svo eggjahræran og hún látin malla í smá stund áður en allri restinni er bætt út á smátt og smátt á meðan ég hræri fram og til baka. Svo helli ég þessu á disk og bæti í mesta lagi smá tómatsósu út á og borða með bestu lyst!

Eggjahræruframleiðsla

Annars er hægt að hafa svo margt með í svona eggjahræru og ég er bara að byrja að læra á þetta en hlakka til að prufa mig áfram ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband