Grænmetissúpa tilraun 1

Ég fór í heimsókn til Maríu vinkonu minnar um daginn og fékk að smakka hjá henni súpu sem hún hafði eldað. Súpan var svo ljómandi fín að ég heimtaði að fá uppskriftina hjá henni svo ég gæti prufað að elda hana sjálf.

Súpa a la MariaInnihald:

1 sæt kartafla

Jafn mikið magn af gulrótum

C.a. 1 laukur

Eitthvað grænmeti til viðbótar t.d. púrrulaukur, chili, paprika, blómkál... Ég setti 2 litlar paprikur og 1 chili

1 dós kókosmjólk

Helling af grænmetiskrafti. Ég setti 4 teninga

Smá salt

...og svo bara einhver indversk krydd. Ég notaði bara alls konar krydd: paprikukrydd, cajunkrydd, chiliflögur, cayenne pipar, svartan pipar, laukduft og hvítlauksduft.

Fyrst flysjaði ég sætu kartöfluna, skar hana í bita og sauð hana. Svo bútaði ég hitt allt niður og bætti í pottinn. Notaði töfrasprota til að mauka það, lét svo malla og bætti kókosmjólkinni við smátt og smátt. Loks kryddaði ég súpuna í drasl og smakkaði af og til. Súpan er fín, hún varð ekki eins góð og hjá Maríu minni, en þetta var líka bara fyrsta tilraun ;)


Kókoskjúklingur með sætri chili sósu

Nýlega skráði ég mig inn á pinterest.com sem er áhugaverð síða og þar er margt skemmtilegt að skoða. Þar fann ég t.d. þessa uppskrift sem ég nýtti mér í gærkveldi.

KókoskjúklingurInnihald:

1 bakki af kjúkling

2 stór egg

1/4 bolli af kókosmjólk

1/2 bolli af hveiti1 bolli af brauðmylsnu

1 bolli af kókosmjöli

1/2 tsk. salt

2 núðlupakkar

Sæt chili sósa

Fyrst skar ég kjúklinginn í mjóar ræmur, lagði smjörpappír á ofnplötu og byrjaði að hita ofninn í 180°C. Svo tók ég fram þrjár skálar, í fyrstu skálina setti ég hveiti og salt, í næstu hrærði ég saman eggin og kókosmjólkina og í þá þriðju setti ég brauðmylsnuna og kókosmjölið. Fyrst velti ég kjúklingaræmunumöllum upp úr hveiti- og saltblöndunn. Næst fóru þær í eggja- og kókosmjólkurblönduna, svo í brauðmylsnu- og kókosmjölblönduna og loks lagði ég þær á ofnplötuna og inn í ofn í c.a. 20mínútur. Á meðan kjúklingurinn var í ofninum voru núðlurnar settar í pott og soðnar. Sæta chili sósan var svo notuð sem ídýfa.

Rétturinn smakkaðist ekki eins og ég bjóst við. Það var ekki mikið kókosbragð af honum, þó brá því fyrir, en sæta chili sósan er líka svolítið sterk. Rétturinn er samt bara hinn fínasti, skemmtilegur í matreiðslu og góð tilbreyting :)

Hér er hlekkur inn á upprunalegu uppskriftina: http://www.budgetbytes.com/2010/01/coconut-chicken-w-sweet-chili-dipping-sauce/


Hollustu-Trönuberjamuffins

Þetta er ný útfærsla af uppskriftinni af hollustu-berjamuffinsinu sem ég fann inn á heilshugar.com:

30. júlí   Trönuberjamuffins1 1/4 bolli heilhveiti

1 1/4 bolli gróft haframjöl

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1 tsk kanill

2 msk matarolía

1/2 bolli mjólk (almond dream)

1/2 bolli af sætuefni (agave sýróp)

1 egg

Slatti af trönuberjum

Fyrst er öllu þurrefninu blandað saman. Síðan er hinu blandað út í og loks berjunum. Hrært saman í smá stund og passað að efnin blandist vel saman. Svo er deiginu skipt í c.a. 20 muffinsform og sett inn í ofn á 180°C c.a. 15 mínútur.

Múffurnar eru ekkert verri með trönuberjum. Ég hefði samt mátt setja aðeins meira sætuefni í uppskriftina og ætla að reyna að muna það næst ;)

Hér er upprunalega uppskriftin: http://heilshugar.com/?p=496

 


Ananas-prótein-hristingur

Ananas-prótein-hristingurÞað hlaut að koma að því að ég kláraði loksins frosna ananasinn og losaði þar með smá pláss í frystinum fyrir annan mat. Það sem maður getur átt þessa frosnu ávexti lengi, alltaf á leiðinni að nota þá, he he... Það þarf nefnilega ekki alltaf að vera flókið. Ég hellti þessari rest sem ég átti bara í blandarann og bætti 1 skeið af vanillupróteini út í og voilá! Bara hinn besti hristingur, alveg fullkomið eftir æfingu dagsins :)

Eplapæ með vanillusósu

Fann þessa hryllilega einföldu uppskrift af eplapæ inn á mbl.is og þegar ég bauð foreldrum mínum í mat á mánudaginn síðasta fannst mér tilvalið að prufukeyra hana.

EplapæInnihald:

  • 300 grömm hveiti
  • 175 grömm púðursykur
  • 200 grömm smjör (mjúkt og skorið í litla bita)
  • 3 epli
  • 50 grömm púðursykur
  • klípa af kanil

 

Fyrr um daginn hafði ég skorið 200gr af smjöri í bita og látið það standa á borðinu svo það yrði orðið mjúkt og fínt þegar ég myndi hella mér í baksturinn.

Seinni partinn byrjaði ég svo á því að stilla ofninn á 180 gráður, því að ofninn minn er svo hrikalega lengi að hitna. Svo skar ég þrjú epli niður í litla teninga, setti í botninn á eldföstu móti og stráði 50gr af púðursykri og klípu af kanil yfir.

Næst blandaði ég saman sykrinum og hveitinu og svo muldi ég smjörbitana saman við smátt og smátt með höndunum. Þetta gerði ég í dágóðan tíma, þangað til ég var sátt með útkomuna og farin að finna vel til í höndunum. Það tekur alveg á að baka stundum ;) 

Loks dreifði ég mylsnunni yfir eplin og stakk mótinu inn í ofn í 45-50 mínútur.

Hlekkur á upprunalegu uppskriftina: http://www.mbl.is/smartland/matur/2013/04/25/eplapae_med_vanillusosu/

Ég reyndi við vanillusósuna sem stungið er upp á að maður hafi sem meðlæti inn á mbl.is en hún varð bara að einhverju sulli hjá mér í þessari fyrstu tilraun, svo ég bauð bara upp á þeyttan rjóma með, reyni aftur við sósuna síðar ;)


Muffins Muffins Muffins

Það er svo gaman að gera muffins. Internetið er uppfullt af uppskriftum af alls kyns muffins, hollum sem óhollum. Ég fer nú sjaldnast nákvæmlega eftir slíkum uppskriftum, mér finnst skemmtilegast að leika mér svolítið með þær. Í fyrradag henti ég í eina slíka uppskrift:

Hnetumuffinsc.a. 450gr heilhveiti

185gr sykur

500gr hnetu- og karamellujógúrt

2 egg

c.a. 6 skvettur af matarolíu

c.a. 3 tsk. af lyftidufti

c.a. 3 tsk. af matarsóda

c.a. 1 og 1/2 tsk. af salti

2 tsk. vanilludropar

1 og 1/2 dl vanilluprótein

slatti af 70% súkkulaðispæni, heslihnetukurli og möndlukurli

Öllu hrært saman og inn í ofn á 175°C í 15-20 mínútur.

Þessar múffur borðaði ég og minn með bestu lyst og ekki voru samstarfskonurnar svekktar heldur þegar ég bauð þeim upp á smakk í vinnunni daginn eftir ;)


Nesti í vinnuna

30. júlí   SamlokaÉg er ein af þeim sem reyni eftir bestu getu að fara alltaf með heimatilbúið nesti í vinnuna. Undanfarið hef ég öðru hverju útbúið mér samloku. Ég nota oftast gróft og dökkt brauð eins og t.d. fitty. Svo finnst mér Gunnars Dijon Hunangssósan mjög góð með grænmeti og hef mikið notast við hana. Ofan á brauðið set ég oftast nokkrar sneiðar af annað hvort kjúklinga- eða kalkúnaáleggi og osti, og svo bara eins mikið af grænmeti og ég get á það troðið: gúrku, tómata, papriku, spínat... Mjög saðsamt og gott :)


Farin í útilegu

Útilega

Fylltar kjúklingabringur

Fylltar kjúklingabringurHráefni:

4 beinlausar kjúklingabringur
1 piparostur
2 bollar af spínati
2 msk matarolía
1/2 bolli brauðmylsna
Cajun krydd
Salt
Svartur pipar

C.a. 16 Tannstönglar

 

 

Fyrst er spínatið skolað, sett í litla skál og kryddað með salti og pipar. Næst er piparosturinn skorinn í 4 hluta og svo hver hluti skorinn í smærri bita. Því næst er brauðmylsnan og Cajun kryddið blandað saman í aðra skál.

Þá eru bringurnar skornar upp og spínatinu og piparostinum troðið inn í þær og þeim svo lokað aftur með tannstönglum. Að lokum eru þær penslaðar með olíunni og brauðmylsnublöndunni sáð yfir. Eftir það eru bringurnar bara tilbúnar á grillið :)

Fyllt kjúklingabringa


Að gera vel við sig...

...þó maður sé í átaki er ákveðin áskorun. Ég leyfi mér annars slagið að kaupa bláber og jarðaber, þó dýr séu, til að gera mér dagamun. Bláberin eru frábær út á morgunkornið og það skemmir ekki fyrir að þau eru stútfull af bráavarnarefnum ;)

Special K með bláberjum

Jarðaberin nota ég einnig oft út á morgunkorn, en mér finnst líka voða gott að skera þau niður og setja út í rauðan Kristal+ :)

Kristall með jarðaberjum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband