Föstudagsnammi

Fann þessa inn á mbl.is og varð bara að prufa, en breytti henni reyndar aðeins:

Föstudagsnammi1 bolli hnetusmjör

2/3 bolli hunang

1/2 bolli kókosolía

1 spjald af 70% súkkulaði, brytjað

c.a. 1 bolli gróft haframjöl

c.a. 1 bolli Hakkaðar Cashew hnetur

c.a. 1 bolli Kókosmjöl

Smá möndlukurl

Hnetusmjörinu, hunanginu og kókosolíunni er skellt saman í pott og hitað þangað til það hefur blandast vel saman. Þá er blandan tekin af hellunni og bætt út í hana súkkulaðinu, haframjölinu, hnetunum og kókosmjölinu og hrært vel í blöndunni. Síðan er bökunarpappír settur í botninn á eldföstu móti (eða bara einhverju móti), sá möndlukurli dreift ofan á og loks skellt inn í frysti í c.a. klukkustund. Þegar blandan er orðin hörð er hún skorin í litla bita. Þetta er ótrúlega einfalt í framkvæmd og rosalega gott ;)

Hér er hlekkur inn á upprunalegu uppskriftina: http://www.mbl.is/smartland/matur/2013/08/18/eftirrettur_i_hollari_kantinum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband