Kjúklingasalat eftir bestu getu

Ég átti að eiga eina uppskrift af rosalega góðu kjúklingasalati en ég fann hana ekki svo ég bullaði hana bara eftir bestu getu..

KjúklingurInnihald:

1 bakki Kjúklingafillet

Sæt chili sósa

1 poki núðlur

Salat (bónusblanda + spínat)

Salat1/4 gúrka

1 lítil paprika, rauð

1 askja kirsuberjatómatar

1 askja jarðaber

1 lítill rauðlaukur

1 poki cashewhnetur, ósaltaðar

Fyrst er kjúklingurinn skorinn í bita, settur í eldfast mót, sósunni hellt yfir og inn í ofn á 200°C í 40 mínútur. Á meðan er salatið þvegið (ef þess þarf) og rifið niður í skál. Svo er laukurinn, paprikan, gúrkan, tómatarnir og jarðaberin skorin í bita (stærð eftir smekk) og blandað saman við. Því næst eru cashew hneturnar ristaðar á pönnu og bætt saman við. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn eru núðlurnar brytjaðar niður og blandað saman við kjúklinginn og loks er sú blanda sett út í salatið.

Þetta er alveg ljómandi gott og mjög fínt til að taka með í nesti í vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband