Heimsins besti kjúklingur

...ég myndi reyndar ekki ganga svo langt að segja það, en þessa uppskrift fann ég á mbl.is:

Heimsins besti kjúklingur4 kjúklingabringur
1/2 bolli dijon sinnep
1/4 bolli hlynsýróp
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar eftir smekk
Smá rósmarín

Fyrst er kveikt á ofninum og hann stilltur á 220°c. Svo er blandað saman sinnepinu, sýrópinu og edikinu, sett kjúklinginn í ofnfast mót og hellt blöndunni yfir hann. Saltað og piprað. Látið inní ofninn í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Loks er stráð yfir söxuðu rósmaríni.

Þetta er einfaldasta kjúklingauppskrift sem ég veit um og smakkast mjög vel :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Prófa þetta, takk fyrir að deila.

Börkur Hrólfsson, 19.1.2014 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir

Það var ekkert :)

Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, 27.1.2014 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband