Einfaldur og góður laxaréttur

Hugmyndin af þessum rétt er komin frá vinkonu minni.

Laxaréttur1 Vænn laxabiti

1 Spergilkálshaus

1 Rauðlaukur

1 Rauð paprika

1 dós Sýrður rjómi

smá Salt

1 poki Rifinn ostur

 

Ég byrja á því að skera laxinn og steikja hann á pönnu. Salta hann smá á meðan á steikingunni stendur. Sker líka niður grænmetið á meðan og steiki það á annarri pönnu. Bæti svo laxinum út í  ásamt sýrða rjómanum (þarf ekki endilega að setja alla dósina). Loks set ég réttinn í fat og hræri rifna ostinum saman við á meðan hann er enn heitur svo hann bráðni vel saman við.

Það er hægt að nota ýmislegt annað grænmeti í þennan rétt og það má einnig krydda laxinn meira, allt eftir smekk hvers og eins :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband