Syndsamlega góðar súkkulaðikúlur

Þessi uppskrift er úr Fréttablaðinu:

Súkkulaðikúlur1 Bolli hnetusmjör

1/4 Bolli hunang

2/3 Bolli kókosmjöl

1/2 tsk. salt

2 tsk. vanilludropar

1/3 Bolli 70% súkkulaðibitar

Auka súkkulaði (til að hjúpa)

1 tsk. kókosolía

 

Öllu nema auka súkkulaðinu og kókosolíunni er hrært saman og svo er búið til litlar kúlur úr deiginu. Ef það er of blautt er hægt að stinga því inn í ísskáp í smá stund áður. Kúlunum er svo raðað t.d. á disk og skellt inn í frystinn.

Súkkulaði og kókosolía sett í skál og brætt yfir vatnsbaði, látið standa í smá stund. Svo eru kúlurnar teknar út ísskápnum og þeim velt upp úr súkkulaðinu og látnar standa uns súkkulaðið er harðnað.

Kúlurnar eru svo geymdar í frysti á milli þess sem maður stelst í þær ;)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband