Hindberjasultukökur

HindberjasultukökurInnihald:

3 bollar af hveiti
1 og 1⁄2 bolli af smjöri
1 bolli sykur
2 stórar eggjahvítur, lítt þeyttar
1⁄2 teskeið salt
1 krukka hindberjasulta

Hveitinu, sykrinum og saltinu er hrært saman í stórri skál. Svo er smjörinu bætt við og hrært þangað til blandan líkist grófu mjöli. Því næst er eggjahvítunum blandað saman við þangað til deig myndast, og svo er það kælt, vafið í sellófan og geymt í ísskáp í a.m.k. 2 klst.

Að kælingu lokinni er deigið tekið og út og látið standa aðeins. Næst er gert úr því litlar kúlur sem raðað er á bökunarpappír ofan á ofnplötu. Einum putta er svo ýtt í miðjuna til að búa til holu og sulta sett þar ofan í með teskeið (stundum þarf að laga brúnirnar svolítið). Þessu er loks skellt inn í ofn á 180°C í 12-15 mínútur.

Hlekkur á upprunalegu uppskriftina:http://www.ivillage.ca/food/recipes/aunt-sis%E2%80%99s-strawberry-tart-cookies


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband